Aðalverkefni vormisseris hjá Leikfélagi Kópavogs er heimasmíðað verk sem gengið hefur undir vinnuheitinu Hringurinn. Fimmtudaginn 15. desember er komið að því að ýta því formlega úr vör með kynningarfundi í Leikhúsinu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningunni mæti þá sem og aðrir félagar sem vilja fylgjast með. Kynningarfundurinn er í Leikhúsinu, Funalind 2, og hefst kl. 19.30.

Verkefnisstjórar eru Hrefna Friðriksdóttir, Hörður Sigurðarson, Skúli Rúnar Hilmarsson og Sváfnir Sigurðarson og munu þau leiða áhugasama inn í heim Hringsins.

{mos_fb_discuss:2}