Listin lætur ekki hemja sig og Alþjóðaáhugaleikhúsráðið hélt óvenjulega leiklistarhátíð á vefnum dagana 22.-28. nóvember. Hugmyndin að hátíðinni kom frá rússneska áhugaleikhússambandinu og skipulagið var einnig að mestu í þeirra höndum ásamt CEC, Mið-Evrópusambandinu. Íslensk tenging var þó einnig því Þorgeir Tryggvason leiklistarrýnir með meiru og fyrrum formaður Bandalagsins, var einn af þremur sérfræðingum sem fengnir voru til að fjalla um verkin á hátíðinni.
Eftirfarandi lönd sýndu á hátíðinni: Rússland, Malasía, Eistland, Rúmenía, Mexíkó, Spánn, Bretland, Þýskaland, Slóvenía og Litháen. Sýningarnar eru allar tiltækar á YouTube og hér er að finna tengla og nánari upplýsingar um sýningarnar. Að lokinni síðustu sýningu var hátíðin súmmeruð upp af sérfræðingunum þremur og hér má sjá þá umfjöllun.
Það má nefna það sérstaklega að rússneska sýningin var frá Studio Maneken sem margt íslenskt áhugaleikhúsfólk kannast við. Okkar maður, Þorgeir fjallar einmitt um þeirra sýningu í umfjölluninni sem tengt er á hér að ofan.