Föstudaginn 21. október klukkan 20 frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs leikritið Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola. Leikstjóri er  Ásgeir Sigurvaldason en þýðingu verksins gerði Sigurður Karlsson. Sýnt er í Valaskjálf, Egilsstöðum og eru áætlaðar 8 sýningar. Finnski hesturinn gerist í nútímanum á sveitaheimili þar sem allt er komið í niðurníðslu og fjölskyldumunstrið eitthvað orðið sérkennilegt. En amma gamla man tímana tvenna. Gráni gamli skipti einu sinni máli, en skiptir hann máli núna?  Getur hann skapað bissnes núna?

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hélt uppá 45 ára afmælið sitt í lok ágúst s.l.  Að því tilefni var ákveðið að setja  upp metnaðafulla  afmælissýningu. Leikstjóri var valinn í sumar, Ásgeir Sigurvaldason og hóf hann störf í lok ágúst og var þá endanlega tekin ákvörðun um hvaða leikrit yrði valið.  Í byrjun september var kastað í hlutverk og byrjað að æfa og fengum við strax inni í Valaskjálf og byrjuðum  í gamla bíósalnum að lesa saman, en komumst síðan fljótlega til að æfa á sviðinu.  

{mos_fb_discuss:2}