Haustverkefni Leikfélags Sauðárkróks er barnaleikritið Allt Ì plati eftir Þröst Guðbjartsson. Leikarar eru 12 og sumir að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu. Leikstjóri er Íris Baldvinsdóttir. Stefnt er á frumsýningu í lok október. Í Allt í plati er farið inn í ævintýraheima þekktra barnaleikrita og er það Lína Langsokkur sem leiðir leikinn og kynnir til sögunnar persónur úr Kardemommubænum, Dýrunum Ì Hálsaskógi og þá Karíus og Baktus. Leikfélag Sauðárkróks sýndi styttri leikgerð af verkinu þann 17. júní 2003 þrisvar fyrir fullu húsi.

 

{mos_fb_discuss:2}