Draumurinn gleðileikur  með söng og dansi byggður á verki Shakespeares Draumi á Jónsmessunótt frumsýndur í Borgarbyggð föstudaginn 8.júlí kl.20:00 í Valfelli. Listasmiðjan bak við eyrað frumsýnir verkið í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarbyggðar, Dansskóla Evu Karenar og sveitarfélagið Borgarbyggð. Það er Ása Hlín Svavarsdóttir leikstjóri og mastersnemi í við Listaháskóla íslands sem gerir leikgerðina og setur verkið á svið.

Þátttakendur í sýningunni eru á aldrinum 8-16 ára og sjá þeir um flesta þætti sýningarinnar, leik, söng, hljóðfæraleik og dans. Listasmiðjan fékk veglegan styrk frá Menningarráði Vesturlands á vormánuðum sem gerði hópnum kleift að leggja útí uppsetninguna. Eins og í frumverki Shakespeares er  yrkisefni Draumsins ástir og afbrýði, huliðsheimar álfa og grátbroslegir áhugaleikarar sem verða leiksoppar aðstæðna sinna. Vistvæn markmið eru í hávegum höfð og allir búningar hannaðir uppúr notuðum fötum.

Sýningar á verkinu verða fimm talsins 8., 9., 12., 13. og 14. júlí í félagsheimilinu Valfelli og miðasala er í síma 861-9904 eða 846 4341.

{mos_fb_discuss:2}