Eftir 15 uppseldar sýningar á Hárinu í Menningarhúsinu heldur suður á bóginn og er ætlunin að sýna verkið í Hörpunni í júlí. Sýnt verður í salnum Norðurljós sem er stór kassi. Það er skemmtileg tilviljun að Jón Gunnar Þórðarson leikstýrði fyrstu uppfærslunni í Menningarhúsinu Hofi, Rocky Horror, og nú leikstýrir nú einnig fyrstu sýningunni í Hörpunni. Einnig voru þau Eyþór Ingi, Matti Matt og Jana María í Rocky Horror svo þau stíga einnig fyrst á svið í sýningu í Hörpunni.

Eitt af einkennum sýningarinnar er hringleikjahúsið og mikil nánd, þau einkenni eiga eftir að haldast í Norðurljósum en nú verða áhorfendur fleiri og á tveimur hæðum. Vegna anna getur söngvarinn Magni Ásgeirsson ekki tekið þátt í sýningunum í júlí svo að Rúnar Freyr Gíslason fyllir í skarðið hans. Rúnar Freyr lék í Hárinu ásamt Matta Matt og Pétri Erni árið 1994 og leikstýrði sýningunni í Austurbæ árið 2003 svo að hann þekkir verkið mjög vel.

Það er margt á dagskrá Silfurtunglsins á næstunni. Fyrir utan að koma með sýninguna suður er byrjað að þýða verkið Spamalot sem verður sett upp á næsta ári, ljóst er að þeir sem fara með helstu hlutverk í Hárinu verða einnig í burðarhlutverkum í Spamalot. Einnig er á fjölunum nýtt íslenskt verk sem nefnist Horfin eftir Jón Gunnar Þórðarson. Verkið er dramatískt og verður frumsýnt á Akureyri fyrir áramót. Auk þessara þriggja verka mun Silfurtunglið setja upp barnaleikrit byggt á sögum H.C. Andersen og Grimms ævintýranna og listadagskrá yfir veturinn sem verður í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og Myndlistarskólanns á Akureyri en í þeirri dagsrá verður listasagan rakin í gegnum þessi þrjú listform með fjórum kvöldum yfir veturinn. Það er því ljóst að Silfurtunglið er komið til að vera og er nú orðið með stærstu sjálfstæðu leikhúsunum á landinu.

{mos_fb_discuss:2}