Leiklistarfélag Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýndi sl. föstudag Mannsins myrku hlið sem er leikriti með söngvum, byggt á plötunni Dark side of the moon með Pink Floyd. Verkið er frumsamið af Bjarti Guðmundssyni, sem jafnframt er leikstjóri þess, og leikhópnum. Frumsýningin gekk framar öllum vonum og ætlaði þakið að rifna af húsinu þegar sýningunni lauk, áhorfendur stóðu upp og hylltu aðstandendur sýningarinnar. Tvær sýningar voru á sunnudeginum sem tókust einnig mjög vel.

 

Hugmyndin á bak við verkið var að setja upp leiksýningu sem snerti fólk, þ.e. að það færi út af sýningunni og hugsaði hvernig það tengir þetta við sjálft sig og sýningin myndi þannig skilja eitthvað eftir sig. Ætlunin var að benda á þá hluti í okkar samfélagi sem eru okkur svo eðlilegir að við pælum lítið í þein en hafa samt svo mikil áhrif á það hvernig við högum okkur og hvernig lífið okkar er. Eins og platan sem verkið byggir á, fjallar leikritið um það hvað það er sem lætur fólk í rauninni klikkast. Ekki endilega hvað ferir fólk geðveikt heldur firringuna í samfélaginu sem ýtir fólki yfir brúnina. Þetta var skoðað út frá leikhópnum. Mannsins myrka hlið er sýning sem á erindi við fólk í dag, í henni er ádeila á samfélagið og settar eru fram ýmsar hugmyndir leikhópsins um það.

Þetta er eftir því sem næst verður komist í fyrsta sinn sem leiksýning er byggð á tónlistinni á The Dark side of the moon.

Næstu sýningar eru :
4. sýning 31. mars fimmtudagur kl. 20:00
5. sýning 1. apríl föstudagur kl. 20:00
6. sýning 2. apríl laugardagur kl. 18:00
7. Sýning 2. apríl laugardagur kl. 22:00 Power-sýning
8. sýning 4. apríl mánudagur kl. 19:00

Miðapantanir í s: 691 8981 eða 848 8668

{mos_fb_discuss:2}