Leikfélag Sauðárkróks mun sýna gamanleikinn Svefnlausa brúðgumann í Sæluviku 2011 sem hefst 1. maí. Leikritið er eftir Arnold og Bach í þýðingu Sverris Haraldssonar og ku vera dæmigerður farsi þar sem allir eru að rekast á alla á röngum tíma og röngum stað, en allt fer vel að lokum. Æfingar hefjast um miðjan mars og mun Jakob S. Jónsson leikstýra.

Leikfélag Sauðárkróks hefur áður sýnt þrjú gamanleikrit eftir Arnold og Bach, Húrra krakka árið 1985 og Spanskfluguna árið 1986 og Karlinn í kassanum árið 1994, en Verkakvennafélagið Aldan setti Svefnlausa brúðgumann upp á Sauðárkróki árið 1970.

{mos_fb_discuss:2}