Laugardaginn 10. apríl kl. 14 verður aukasýning á barnaleikritinu Horn á höfði sem GRAL sýndi við góða aðsókn um Páskana. Leikritið er sýnt í Rýminu. Verkið var frumsýnt sl. haust í Grindavík við frábærar undirtektir. Áhorfendur og gagnrýnendur voru sammála um að þetta væri eitt skemmtilegasta barnaleikrit ársins. Tónlistin er eftir Akureyringinn Villa Naglbít.
Horn á höfði fjallar um tvo vini, Björn og Jórunni. Björn litli vaknar einn morguninn með horn á höfðinu. Hann fær Jórunni vinkonu sína til að hjálpa sér að komast að ástæðunni. Í leit sinni að sannleikanum renna þau inn í æsilega atburðarrás á mörkum ævintýris og veruleika og læra hversu mikils virði vináttan er.
Miðasala á www.leikfelag.is, midasala@leikfelag.is og í síma: 4600 200
Miðaverð kr. 2500
Fjölskyldutilboð – þú kaupir fjóra miða og færð fimmta miðann frítt!
{mos_fb_discuss:2}