Stúdentaleikhúsið frumsýndi verkið Hrópíum föstudaginn 12. mars að Eyjaslóð 9. Verkið er unnið af hópnum undir stjórn Bjartmars Þórðarsonar í svokölluðum „deviced“ stíl eða opnum stíl en Stúdentaleikhúsið vinnur flestar sýningar sínar þannig. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið síðan um miðjan janúar og mikið af góðu fólki komið að þeirri vinnu.

Leikhópurinn samanstendur af ellefu ungum og efnilegum leikurum og ásamt þeim var aðstoðarleikstjórn í höndum Tyrfings Tyrfingssonar og dans og hreyfing í höndum Sögu Sigurðardóttur, dansara. Ásdís Þórhallsdóttur, ljósahönnuður, sá um að gefa sýningunni ljós. Auk þess samdi Bjarni Guðmundsson tónlist fyrir verkið.

Hægt er að nálgast miða á Hrópíum á heimasíðu Stúdentaleikhússins www.studentaleikhusid.is og í síma 867-8640. Miðaverð er kr 1500 en 1000 kr fyrir nema, öryrkja og ellilífeyrisþega. Bent er á að sýningin er ekki við hæfi barna.

Næstu sýningar:
3. sýning miðvikud. 17. mars kl. 21
4. sýning fimmtud. 18. mars kl. 21
5. sýning laugard. 20. mars kl. 20
6. sýning laugard. 20. mars kl. 23
7. sýning sunnud. 21. mars kl. 21
8. sýning miðvikud. 24. mars kl. 21
Lokasýning laugard. 27. mars kl. 21

{mos_fb_discuss:2}