Ellefu persónur. Ellefu hindranir. Óteljandi möguleikar.
Óræðar persónur á óljósum stað eru knúnar til að taka málin í sínar hendur þegar óvænt atvik ber að garði. Saman og hvert í sínu lagi komast þau að því að þáttaskil marka ekki endilega sögulok – og þráðurinn sem þau fylgdu í byrjun er ekki endilega haldreipið sem þarf til að komast í örugga höfn.
Er sá sem síðast hlær kannski sá sem náði ekki brandaranum?
Leikfélag Kópavogs hefur þá stefnu að setja árlega upp hópvinnusýningu (devised theatre). Skemmst er að minnast vel heppnaðra sýninga eins og Grimms ævintýra, Memento mori og Skugga-Sveins. Umbúðalaust var unnin í samstarfi leikstjórans Vigdísar Jakobsdóttur og leikhópsins. Vigdís hefur áður unnið með LK og sett upp afar áhugaverðar og fjölbreyttar leiksýningar.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.kopleik.is. Miðapantanir eru í midasala@kopleik.is eða s. 554 1985. Sýnt er í Leikhúsinu – nýju aðsetri Leikfélagsins að Funalind 2.
Frumsýning er föstudaginn, 15. janúar 2010 kl. 20:00 en aðrar sýningar eru:
Sun. 17. janúar kl. 20.00
Fös. 23. janúar kl. 20.00
Sun. 24. janúar kl. 20.00
Fim. 28. janúar kl. 20.00
Sun. 31. janúar kl. 20.00