Leikfélag Sauðárkróks er komið á fullt í æfingar á barnaleikritinu Rúi og Stúi eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson. Æfingar ganga ljómandi vel, enda hinn þaulreyndi leikstjóri Þröstur Guðbjartsson við stjórnvölinn og er stefnan sett á frumsýningu 25. október.
Í þessu bráðskemmtilega verki fá áhorfendur að kynnast félögunum Rúa og Stúa og vélinni þeirra stórkostlegu. Vélin er þeim hæfileikum gædd að hún leysir hvaða verkefni sem er, ja alveg þangað til hún klikkar. Glöggum áhorfendum gæti dottið í hug að leikritið hefði skírskotun til núverandi efnahagsvanda, en því miður gott fólk – þetta er bara hrein skemmtun!
{mos_fb_discuss:2}