Námskeið í leikhúslýsingu hefst laugardaginn 26. september á vegum Raftækniskólans. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri. Á námskeiðinu eru kennd helstu atriði við hönnun og uppsetningu lýsingar fyrir leiksýningar, tónleika, ráðstefnur o.fl. Fjallað er um eðlisfræði ljóss og litafræði, hugmyndafræði lýsingar, upphengingu og staðsetningar, leikhúsljós og önnur tæki, skipulag, teikningar og fleira.

Kennari: Benedikt Axelsson lýsingahönnuður
Tími: Laugardagana 26. sept., 3. og 10. okt. frá kl. 9:00 – 13:00.
Námskeiðsgjald: 23.000 kr.
Staðsetning: Tækniskólinn, Raftækniskólinn Skólavörðuholti
http://www.tskoli.is/namskeid/raftaekni/leikhuslysing-fyrir-ahugaleikhus/