Alþýðlega leik- og söngskemmtuninn Við heimtum aukavinnu! sem hefur verið sýnd yfir 10 sinnum fyrir troðfullu Edinborgarhúsi á Ísafirði verður nú sýnd í Reykjavík. Sýnt verður í Gullhömrum í Grafarholti um Hvítasunnuhelgina. Miðasala er þegar hafinn og um að gera að vera snöggur að panta því aðeins verða þrjár sýningar í boði.
Óhætt er að segja að bræðurnir Jónas og Jón Múli Árnasynir hafi verið menn mikilla hæfileika. Í verkum sínum hittu þeir á einhvern tón sem þjóðin fílaði. Samstarfið var mjög gjöfullt og nánast hver einasti söngsmellur þeirra er enn á vörum manna í dag. Það væri alltof langt mál að fara að telja hér upp alla slagara þeirra bræðraa og látum við okkur nægja að flytja úrval þeirra í söngskemmtun okkar. Hver man ekki eftir lögum einsog: Og þá stundi Mundi, Fröken Reykjavík, Augun þín blá, Úti er alltaf að snjóa og Einu sinni á ágústkvöldi sem Hnífsdælingurinn Steindór Hjörleifsson gerði svo góð skil á sínum tíma.
Litli leikklúbburinní samstarfi við Kómedíuleikhúsið heiðra hér minningu bræðranna Árnasona með þessari alþýðlegu leik- og söngskemmtun Við heimtum aukavinnu! því þegar öllu er á botninn hvolft þá er Lífið lotterí.
Sýningar:
Föstudaginn 29. maí kl.21.00
Laugardaginn 30. maí kl.20.00 og 22.00.
Miðaverð aðeins 2.500. krónur.