Hugleikur hefur bætt við aukasýningum á sveitalífsleiknum Ó, þú aftur? vegna mikillar aðsóknar. Allra síðustu forvöð til að fylgjast með afdrifum saklausa sveitafólksins í höfuðborgarsollinum verða á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins þriðjudaginn 2. og miðvikudaginn 3. júní.
Verkið er eftir þær Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur og er frjálslega byggt á Pilti og Stúlku Jóns Thoroddsen. Hugleikskur galgopaháttur í bland við lúmska þjóðfélagsádeilu, kryddað með tónlist úr smiðju Ljótu hálfvitanna Eggerts Hilmarssonar, Þorgeirs Tryggvasonar, Sævars Sigurgeirssonar og Odds Bjarna Þorkelssonar sem einnig leikstýrir.
Miðasala er í Þjóðleikhúsinu.