Leiklistarvefurinn var uppfærður í dag og þó notendur sjái þess sennilega lítil ytri merki er ástæða til að benda á nokkra hluti. Nú er t.d. hægt að tengja einstakar síður á Facebook með einföldum hætti. Neðst í hverri frétt eða grein er að finna táknmynd fyrir Facebook. Með því að smella á hana geta Facebook notendur tengt viðkomandi síðu á einfaldan hátt inn á sitt Facebooksvæði.
Þá má einnig nefna að Leikritasafnið hefur verið upfært og er skráning nú víðtækari sem ætti að einfalda leit að handritum.