Laugardaginn 2. maí var leikritið Chez Magga frumsýnt hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Þetta er nýtt íslenskt gamanleikrit eftir Maríu Guðmundsdóttur í leikstjórn Guðnýjar Maríu Jónsdóttur, en alls taka þátt í uppsetningunni 19 leikarar og tónlistarmenn. Á sýningunni eru leikhúsgestir boðnir velkomnir á ekta franskt kaffihús þar sem ýmsar skemmtilegar uppákomur eiga sér stað.

Chez Magga svolítið í anda Little Britain sjóvarpsþáttanna. Leikritið fjallar um mæðgur sem reka franskt kaffihús. Leikritið gerist á einu kvöldi og ýmsar spaugilegar uppákomur eiga sér stað. Leikritið er interaktíft, leiksviðið er kaffihús og áhorfendur sitja við borð á meðal leikaranna og taka þátt í sýningunni. Á milli leikatriða eru svo tónlistaratriði og þá gefst gestum tækifæri til að panta sér drykki.

Næstu sýningar verða:
Fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00.
Föstudaginn 8. maí kl. 20:00.
Mánudaginn 11. maí kl. 21:00.

Miðaverð aðeins 1000 krónur.
Miðapantanir í síma 566 7788.

{mos_fb_discuss:2}