Leikfélag Kópavogs heldur almennan félagsfund laugardaginn 24. janúar kl. 14.00 í Leikhúsinu að Funalind 2. Á dagskrá er kynning á starfsemi félagsins fram á vor. Markmiðið er öðrum þræði að kanna hverjir ætla sér að taka þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Þörf er á félögum í ýmis störf, hvort sem er á sviði eða utan þess.

Leikfélagið hefur nýverið lokið sýningum á Skugga-Sveini sem gekk afar vel og urðu sýningar alls 19 talsins. Félagið er nú að undirbúa ýmis verkefni á vormisseri og verða þau kynnt á ofangreindum félagsfundi.

{mos_fb_discuss:3}