Söng- og leiklistarskólinn SÖNGLIST og BORGARLEIKHÚSIÐ standa fyrir námskeiðum í leiklist og söng fyrir börn og unglinga í sumar. SÖNGLIST hefur verið starfandi síðan 1998, þar af þrjú síðustu árin í samstarfi við BORGARLEIKHÚSIÐ, þar sem skólinn er til húsa. Eins og ávallt, munu einungis fagmenntaðir kennarar sjá um kennslu.
Kennd verða undirstöðuatriði í einbeitingu, trausti, raddbeitingu og leikgleði. Unnið er markvisst að því að virkja sköpunarkraft nemenda og efla sjálfstraust. Kennslan í sumar byggist aðallega á leiklistaræfingum, en einnig verður farið yfir undirstöðuatriði í söngtækni og æfð lög. Í lok hvers námskeiðs er sýning á sviði BORGARLEIKHÚSSINS þar sem foreldrum og aðstandendum gefst kostur á að koma og sjá afrakstur námskeiðsins.
Hægt er að velja um sex námskeið:
1. 19. júní – 23. júní
2. 26. júní – 30. júní
3. 03. júlí – 07. júlí
4. 10. júlí – 14. júlí
5. 17. júlí – 21. júlí
6. 24. júlí – 28. júlí
Kennsla er frá kl. 10:00-16:00. Aldur þáttakenda er 8-10 ára og 11-13 ára. Skráning fer fram í miðasölu Borgarleikhússins í síma: 568-8000 og á www.borgarleikhus.is
Sönglist. Gleði – uppbygging – fagmennska – framfarir.
Sönglist. Bara hollt!