Leiklistarskólinn, RSAMD (Royal Scottish Academy of Music and Drama), sem staðsettur er í Glasgow, verður með inntökupróf í Tjarnarbíói, sunnudaginn 4.júní, kl.10:00. Prófin standa til klukkan 17:00.
Bæði verður prófað fyrir 3ja ára leikaranám (Acting) og Contemporary Theatre Practice kúrsinn (CTP), sem er fjögurra ára leiklistarnám, ekki ósvipað Fræði og framkvæmd í LHÍ.
RSAMD, er afar virtur leiklistarskóli, með nokkrum deildum. Þar eru toppkennarar og frábær aðstaða og láta þeir nemendur sem sótt hafa skólann, sérstaklega vel af honum. Verðið fyrir árið er það sama og gengur og gerist í Bretlandi, en mun ódýrara er að búa og lifa í Glasgow, en t.d. í London.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta, skulu hafa samband við Öddu Rut á addarut@gmail.com eða í síma 661-8678. ATH. það er nauðsynlegt að hafa samband við hana, sérstaklega ef ætlunin er að sækja um CTP og fá nánari upplýsingar um undirbúning fyrir verkefnin.
Þeir sem sækja um, skulu prenta út umsókn af netinu (http://www.rsamd.ac.uk) og koma með hana í prófið. Prófið samanstendur af workshop sem hefst kl. 10:00 (allir), viðtölum (allir), einræðum (eina Shakespeare og eina Modern) og söngleikjalagi (þeir sem sækja um Acting) og einstaklingsverkefni (performance) og skriflegu verkefni (fyrir þá sem sækja um CTP). Munið að mikilvægt er að fá allar upplýsingar sem þarf fyrir CTP umsóknina (hjá Öddu Rut s. 6618678).