Halaleikhópurinn er kominn á kreik eftir stutt sumarfrí. Þröstur Guðbjartsson hefur verið ráðinn leikstjóri fyrir sýningu vetrarins, jafnframt mun hann halda leiklistarnámskeið í október. Halaleikhópurinn ætlar að þessu sinni að taka fyrir sýningu með þáttum úr nokkrum verkum Shakespears í Karnivalútsetningu sem samin er af leikstjóranum. Tekin verða fyrir atriði úr Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og Hinriki fjórða jafnvel fleiri verkum. Inn í sýninguna verður fléttuð kraftmikill músík.

Þrettándakvöld verður sem rauður þráður gegnum sýninguna. Þær forsendur eru gefnar að verkið gerist allt á einni kvöldstund á Karnivali hjá Orsínó hertoga í Iliríu. Stefnt er að frumsýningu um mánaðarmótin janúar / febrúar 2009.

{mos_fb_discuss:2}