Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga auglýsir:

Framhaldsnámsikeið í leikhúsförðun, kennari Gréta Boða

Þátttökugjald: kr. 15.000.- Tími: 24. til 26. október 2008

Staður: Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík

Skráningu lýkur 15. september

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af byrjendanámskeiðinu sem haldið var sl. haust, ætlað þeim sem einhverja reynslu hafa af förðun fyrir leikhús og/eða hafa sótt byrjendanámskeið.

Kennd verður „karakterförðun“, unnið með latex, skalla, krephár og fleiri efni sem notuð eru til að breyta og bæta ásýnd leikarana á sviðinu.Kennt verður að búa til skallahettur, setja þær á og farða. Einnig að búa til skegg, augabrúnir og barta úr kréphári og líma það á. Latex, Tuplast og fleira notað til að gera fólk eldra, ásamt förðuninni sjálfri. Notaðar verða förðunarvörur frá Grimas og Kryolan.

Náskeiðið verður sett föstudaginn 24. október kl. 18.00 og unnið verður til kl. 22.00 um kvöldið. Á laugardaginn er unnið frá 9.00 til 18.00 með matarhléum og á sunnudaginn frá 9.00 til 16.00.

Sendið skráningar á netfangið info@leiklist.is og takið fram eftirtalin atriði: Nafn, kennitölu, heimili, síma og netfang.

Þátttökugjaldið skal svo greiða inn á reikning 1150-26-5463, kt. 440169-0239