49 ára gamlan mann? Hann vinnur hjá skattinum… og týndi skjalatöskunni sinni… og fann aðra með 400 milljónum… Leikfélag Sauðárkróks sýnir gamanleikinn Viltu finna milljón? eftir Ray Cooney í nýrri leikgerð og þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Frumsýning verður sunnudaginn 27. apríl klukkan 20:30 í Bifröst á Sauðárkróki. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson.
Aumingja Haraldur, hann veit bara ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga. Hann týndi skjalatöskunni sinni með hönskunum, treflinum og gemsanum og fékk aðra fulla af peningum í staðinn. Það er ekki gott að týna gemsanum sínum en er gott að finna tösku fulla af peningum? Einhver hlýtur að vera að leita að henni, ekki satt? Og langar mann að hitta einhvern sem er nýbúinn að týna 400 milljónunum sínum? Og hvað gerir sá hinn sami til að fá þær til baka? Af hverju vill Ingibjörg ekki fara til Kanarí? Bíddu hver er að fara til Kanada??
Miðasala er í Kompunni Aðalgötu 4, Sauðárkróki, virka daga frá 11-18 og 11-13 um helgar, eða í síma 849-9434.