Föstudaginn 7. mars frumsýndi Leikfélaga Keflavíkur revíuna „Bærinn breiðir úr sér“ eftir Breiðbandið, en það skipa þeir Magnús Sigurðsson, Rúnar Hannah og Ómar Ólafsson. Leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir, danshöfundur er Josy Zareen og tónlistarstjóri er Júlíus Freyr Guðmundsson.

 

baerinnfrett1.jpgRevían fjallar um lífið í Reykjanesbæ og m.a tekið fyrir það gullgrafaraæði sem ríkti og ríkir enn á gamla varnarsvæðinu. Leikarar í sýningunni eru 18 en alls koma ríflega 30 manns að henni á einn eða annan hátt. Sýnt er í Frumleikhúsinu í Keflavík en sl. haust voru 10 ár frá því það var tekið í notkun.

Revían er annað leikritið sem Leikfélaga Keflavíkur setur upp á leikárinu en fyrir áramót var það „Allt í plati“ eftir Þröst Guðbjartsson í leikstjórn höfundar. Auk þess eru félagsmenn ávallt með uppákomur á 17. júní, Ljósanótt og á þrettándanum.

Meðfylgjandi myndir úr sýningunni eru birtar með leyfi Víkurfrétta

{mos_fb_discuss:2}