Þann 9. febrúar nk. mun Halaleikhópurinn frumsýna Gaukshreiðrið „One Flew Over the Cuckoo's Nest“ eftir Dale Wasserman, byggt á skáldsögu Ken Kesey, í  þýðingu Sonju B. Jónsdóttur. Leikstjóri verksins er Guðjón Sigvaldason.

Leikritið endurspeglar þann uppreisnaranda sem ríkti í vestrænum heimi á seinni helmingi sjöunda áratugar síðustu aldar. Það fjallar um eðli geðveikrahæla, stöðu sjúklinganna innan þeirra eins og litið var á geðjúkdóma um og upp úr miðri síðustu öld. Gaukshreiðrið er í senn ógnvekjandi, grátbroslegt og sprenghlægilegt og þetta samspil er fyrst og fremst ástæðan fyrir hinum miklu vinsældum þessa heimsfræga verks.

Sýnt verður í Halanum, Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu). Miðapantanir á midi@halaleikhopurinn.is og í síma 552-9188. Nánari upplýsingar og áframhaldandi sýningarplan má finna á www.halaleikhopurinn.is

Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur fyrir alla, fatlaða sem ófatlaða og hefur að markmiði að "iðka leiklist fyrir alla".

{mos_fb_discuss:2}