Þann 12. janúar n.k. Leikfélag Hveragerðis frumsýnir barnaleikritið Aladdin. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Hafsteins Þórs Auðunssonar en hann er jafnframt í stjórn leikfélagsins. Æfingar hófust í byrjun september og fóru rólega af stað. Það hefur gengið mikið á í leikfélaginu við hönnun leikmyndar enda var öllu snúið við til að koma sýningunni fyrir í Völundi.
Mikið er lagt upp úr búningum og sér Anna Jórunn Stefánsdóttir um hönnun þeirra. 20 krakkar á aldrinum 11-15 ára taka þátt í sýningunni og setja mikinn svip á hópatriðin í verkinu. Í helstu hlutverkum eru Hafsteinn Þór Auðunsson sem Andinn, Snorri Þorkelsson sem Aladdin, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, sem Jasmin, Davíð Kárason sem Kassim, faðir Aladdins, Jakob Hansen sem páfagaukurinn Jagó og Sindri Kárason sem Salúk ræningi.
Sýningar eru í húsi leikfélagsins, Völundi að Austurmörk 23. Nánari upplýsingar um sýningar og miðapantanir eru í Tíunni, sími 483-4727.