Þriðjudaginn 20. nóvember frumsýna krakkarnir í leikhópnum Borgarbörn, jólaleikritið María, asninn og gjaldkerarnir á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þetta er söngleikur þar sem öll hlutverk er skipuð börnum og unglingum úr söng- og leiklistarskólanum Sönglist sem starfræktur er í samstarfi við Borgarleikhúsið. Í fyrra setti sami hópur upp jólasýninguna Rétta leiðin við frábærar undirtektir.
Leikritið María, asninn og gjaldkerarnir, fjallar um krakka í unglingadeild sem fengið er það verkefni að setja upp sjálfan helgileikinn. Ekki lýst þeim of vel á þá hugmynd og ekki batnar það þegar nokkur börn úr barnadeildinni eru send til að taka þátt í uppfærslunni með þeim. Þau ákveða þó að setja upp helgileikinn á nýstárlegan hátt og fylgjumst við með æfingum þeirra, sem oft verða skondnar. Inní sögu Maríu og Jóseps, flækist ástarsaga Edda og Dísu, sem eru nemendur skólans, misskilningur á íslensku máli og ýmislegt fleira. En það sem mestu máli skiptir er að helgileikurinn kemst þó rétt til skila og þar með boðskapur jólanna. Um að ræða góða og fræðandi skemmtun fyrir börn á öllum aldri (Theatre in Education).
Leikstjóri er Gunnar Helgason, söngstjóri er Ragnheiður Hall, danshöfundur er Halla Ólafsdóttir. Valdimar Kristjónsson sér um tónlistina og er leikmyndahönnuður Sigurjón Jóhannsson. Höfundur leikrits er Erla Ruth Harðardóttir.
Frumsýnt 20. nóvember. Sýningar eru á skólatíma kl. 9:00 og kl. 10:30. Sýningartími um ein klukkustund og miðaverð 800 krónur.
Eins og í fyrra geta gestir komið með jólapakka og lagt undir jólatré Borgarleikhússins. Leikarar Borgarbarna munu síðan sjá um að koma þeim í hendur Mæðrastyrksnefndar til dreifingar.
Eftir sýningu er gestum boðið upp á djús og piparkökur áður en haldið er heim á leið.
Miðasala í síma 568-8000 eða á www.borgarleikhus.is
{mos_fb_discuss:2}