Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir nú um helgina leikritið Blái Hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson.

Blái Hnötturinn fjallar í stuttu máli um börn sem að búa á grænni eyju sem er á bláum hnetti. Börnin eru yfirmáta hamingjusöm og eru á hverjum degi að upplifa skemmtilegasta dag lífs síns. En dag einn kemur Glaumur Geimmundsson geimryksugufarandsölumaður aðvífandi á geimskipi í líki gamallar ryksugu. Hann býður þeim gull og græna skóga í skiptum fyrir æsku þeirra. Smátt og smátt fer allt að fara úr böndunum, en eins og oft í skemmtilegum ævintýrum þá fer allt vel að lokum. Bókin Blái Hnötturinn hefur verið þýdd á ótal tungumál og leikritið sett upp víða um heim.

Uppselt er á frumsýninguna sem er laugardaginn 3.nóvember kl 16.00 en það eru laus sæti á aðra sýningu sem er sunnudaginn 4. nóvember kl 16.00.

Blái Hnötturinn verður sýndur allar helgar í nóvember.
Miðapantanir eru í síma 481-1940.

{mos_fb_discuss:2}