Aðalfundur var haldinn hjá Leikfélaginu Hallvarði súganda laugardaginn 27. október sl. Aðeins stjórn félagsins mætti á fundinn en tekið skal fram að fundur telst löglegur ef löglega sé til hans boðað. Farið var yfir stöðu mála félagsins og framtíðin rædd. Ákveðið var af stjórn félagsins að taka sér leyfi frá störfum til næsta aðalfundar og því setur félagið ekki upp leiksýningu á næsta leikári.
Leikfélagið Hallvarður súgandi var stofnað árið 1982 en hafði fyrir þann tíma starfað innan Íþróttafélagsins Stefnis og er hægt að rekja sögu þess langt aftur. Árið 1989 lagðist félagið svo til svefns en var vakið aftur af Þyrnirósasvefni sínum árið 1998 þegar ungt fólk á Suðureyri tók sig til og kallaði til aðalfundar og setti síðan upp leikrit. Á þeim 9 árum sem liðin eru frá endurvakningu félagsins hefur félagið sett upp 11 sýningar, þrjú námskeið hafa verið haldin og hafa á annað hundrað manns starfað með félaginu með einum eða öðru hætti, á aldrinum 5-60 ára.
{mos_fb_discuss:3}