Sunnudaginn 21. október klukkan 16:00 verður barnaleikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson frumsýnt hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Leikstjórar eru þau Herdís Þorgeirsdóttir og Ólafur Haraldsson en alls standa yfir 30 manns að sýningunni.
Leikritið er byggt á persónum úr barnaleikritum eftir Thorbjörn Egner og Astrid Lindgren. Lína langsokkur leiðir sýninguna og galdrar til sín nokkrar þekktar persónur á borð við Lilla klifurmús, Mikka ref og ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan. Saman skemmta þau bæði börnum og fullorðnum með leik og söng eins og þeim einum er lagið.
Frumsýning sunnudaginn 21. október kl. 16:00
2. sýning laugardaginn 27. október kl. 14:00
3. sýning laugardaginn 3. nóvember kl. 14:00
Þetta er bráðskemmtilegt leikrit sem óhætt er að mæla með fyrir alla aldurshópa!
Miðaverð 1000 krónur
Miðapantanir í síma 566 7788
{mos_fb_discuss:2}