Leikfélag Hörgdæla hefur hafið æfingar á hinu sívinsæla leikriti Síldin kemur síldin fer eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur. Leikstjóri er Sunna Borg og tónlistarstjóri er Snorri Guðvarðarson. Leikritið lýsir lífi farandverkafólki á síldarárunum. Gleði þess og sorgum, vinnu, drykkju, ástum og samskiptum við heimafólk. Rauði þráðurinn er síðan togstreita síldarspekúlantsins við landeigandann sem á jörðina þar sem planið er og er hreint ekki hrifinn af síldarævintýrinu og því fólki sem safnast saman til að taka þátt í því.
Vel á þriðja tug leikara taka þátt í sýningunni og stefnt er á að frumsýna seinni partinn í mars.