Undanfarnar vikur hefur mikið verið um að vera hjá Leikfélagi Mosfellssveitar við undirbúning og æfingar á hinu sprenghlægilega og hrollvekjandi gamanverki Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesserling. Verkið verður frumsýnt laugardaginn 6. apríl, en leikstjóri er Guðný María Jónsdóttir.
Sagan segir frá piparjónkunum og systrunum Mörtu og Abbý sem eru bæði elskulegar og hlýlegar persónur, en þó með ansi brenglaða siðferðiskennd. Þær búa á ættaróðalinu ásamt frænku sinni sem bilaðist í stríðinu og leigja út herbergi til einstæðinga og hjálpa þeim gjarnan yfir móðuna miklu ef þeim finnst þeir eiga eitt­hvað of bágt í líf­inu.
Sýningar verða á laugardögum í apríl og maí. Miðasala er í síma 5667788 og miðaverð 2900 kr. Hópatilboð 2000 kr. fyrir sex eða fleiri.
Myndir: Eyþór Árnason