Síðustu sýningar á Ástandinu sem Halaleikhópurinn hefur sýnt undanfarið verða 23. mars kl. 17.00 og 24. mars kl. 17.oo. Aðeins örfáir miðar eru lausir á þessar síðustu sýningar.
Leikritið fjallar um fjórar vinkonur sem hittast á kaffihúsi 50 árum eftir hernámið og rifja upp sögur sínar frá þeim árum. Þær eiga sér sameiginlegar minningar því að allar hafa þær orðið ástfangnar af hermönnum sem hér dvöldu á hernámsárunum. Sögur sem þær hafa sumar ekki getað sagt frá fyrr um hvernig líf þeirra var þá og nú. Ýmsar aðrar persónur koma einnig við sögu sem settu svip sinn á borgarbraginn á stríðsárunum, svo sem hermenn, sjoppueigendur, ástandsnefndarmenn, betri borgarar og bílstjórar. Leikur, dans, söngur og tónlist koma þar við sögu en bæði gleði og sorg fylgja þessum sögum.
Miðasala í síma 897 5007 og midi@halaleikhopurinn.is
Nánari upplýsingar á https://halaleikhopurinn.is/