Föstudaginn 8. mars frumsýndi Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja leikritið „Nanna systir“ eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason. UMFG hefur um áratugaskeið haldið úti sérlega kraftmiklu og metnaðarfullri leiklistarstarfsemi á svæðinu en frá árinu 2010 hefur félagið rekið sérstaka leikdeild. Leikstjóri Nönnu systur er hinn vel þekkti leikari og Spaugstofumaður Örn Árnason en sýnt er í félagsheimilinu Árnesi.
Nanna systir er eftir Ragnar Kjartansson og Einar Kárason. Þetta grátbroslega drama frá 1996 gerist í litlu sjávarþorpi úti á landi. Til stendur að setja upp leikrit í stórri skemmu, en ekki er allt með felldu í undirbúningnum þar sem uppákomur liðinna stunda setja strik í reikninginn. Við það reynir heldur betur á samskiptahæfni fólks, persónuleiki afhjúpast og mannlegir brestir koma í ljós. Hvernig fólki tekst að gera upp málin er ekki fyrirséð – en svona er lífið!