Freyvangsleikhúsið setur upp sýninguna „Ristruflanir“ í Freyvangi 10. og 11. nóvember. Eyjafjarðarsveit er sveitarfélag í hröðum vexti, en þegar allt á að gerast í einu, koma upp vandamál… svonefndar ristruflanir. Sveitarstjórinn tekst á við Pólverja og morgunsvæfa vinnumenn úr sveitinni, á meðan Sporvagninn Girnd ferðast um svæðið og selur karlmönnum misblátt efni, þeim til dægrastyttingar. En hvernig verður hægt að halda handverkshátíðina, þegar Pólverjarnir, hundfúlir yfir langri misnotkun, stela sporvagninum? Jú, með miklum söng og látum! Sýningar:
Föstudagskvöldið 10. nóvember kl. 20.30, miðaverð 1500 krónur.
Laugardagskvöldið 11. nóvember kl. 21.30, miðaverð 2000 krónur. Aldurstakmark 16 ár.

Eftir sýningu á Laugardagskvöldið hefst mikið ball þar sem hljómsveitin Gilsbræður skemmtir fram á rauða nótt.