Námskeið í samstarfi Símenntunar Háskólans á Akureyri og Listaháskóla Íslands.
Fyrir hverja: Námskeiðið nýtist kennurum, listafólki og þeim sem vinna að leiklist með börnum og ungmennum.
Í námskeiðinu verður veitt innsýn í starf leikstjórans í gegnum verklegar æfingar og hópvinnu. Nemendur fá tækifæri til þess að sviðsetja stuttar senur undir leiðsögn atvinnuleikstjóra. Sérstök áhersla verður lögð á aðferðir sem hæfa vinnu með börnum og ungu fólki.
Kennari: Bjarni Snæbjörnsson.
Bjarni Snæbjörnsson er menntaður leikari (LHÍ 2007) og er með MA gráðu í leiklistarkennslu frá Listaháskóla Íslands (2015). Hann hefur verið fastráðinn leiklistarkennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ síðastliðin ár þar sem hann hefur þróað leiklistarbraut fyrir framhaldsskóla. Bjarni hefur leikstýrt fjöldamörgum sýningum með ungu fólki og leikið í atvinnuleikhúsi.
Til að mæta sem best þörfum þátttkenda hefur Bjarni áhuga á að heyra frá væntanlegum þátttakendum hvort þeir hafa einhverjar sérstakar óskir um áherslur á námskeiðinu. Reynsla hans liggur m.a. í:
– að vinna með jafningjamat í leiklist / þjálfa uppbyggilega endurgjöf innan hópsins,
– frumsköpun út frá áhugasviði nemenda,
– leiklistaræfingar / upphitun / leikir sem hafa listrænan tilgang,
– spunaæfingar og áhersla á lífræna spuna.
Þá vinnur Bjarni alltaf með valdeflingu nemenda í kennslustofunni og leggur mikla áherslu á uppbyggilegt og öruggt vinnuumhverfi.
Hægt er að fá frekari upplýsingar um efni námskeiðsins hjá Bjarna: bjarnisnae@gmail.com
Tími: Fös. 9. feb. kl. 13-17. og lau. 10. feb. kl. 9-16.
Verð: 37.500 kr.
Staður: Sólborg, Háskólanum á Akureyri
Hægt að skrán þátttöku hér.