Við ætlum að blása í lúðra og efna til handritasamkeppni og leiklistargjörnings um allt land í tilefni af 65 ára afmæli Bandalagsins 2015, en það var stofnað 12. ágúst 1950.

Þema samkeppninnar er afmæli og lykilorð sem hafa má í huga eru: 65 – áhugaleikari – veisla – tími.

Miðað er við að tímalengd sé ekki meira en 15 mínútur (ca. 8 bls.)

Tímarammi til skila verður stuttur, enda um stuttverk að ræða. Skilafrestur er til 15. október.

Sérstök nefnd mun fara yfir verkin og velja þrjú þeirra í verkefnið. Þessi þrjú verk verða svo send út til allra aðildarfélaga og þeim boðið að flytja/leiklesa verkin vikuna 16. – 22. nóvember. Við tökum saman lista yfir hverjir ætla að taka þátt og búum þannig til leiklistargjörning um land allt!

Höfundar þeirra þriggja verka sem valin verða afsala sér rétti til að rukka höfundalaun fyrir þessa sýningarviku og ekki verður hægt að sækja um ríkisstyrk fyrir gjörninginn í nóvember.

Vinasamlegast sendið inn verk á info@leiklist.is merkt AFMÆLI Sendið einnig leyninafn með.

Við hvetjum alla til að taka þátt!

Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga