Leikfélag Hveragerðis hefur hafist handa við uppsetningu á hinni geysivinsælu sögu um Emil í Kattholti eftir Astrid Lingren. Strákskrattann og fjörkálfinn Emil ættu flestir að þekkja enda mörg uppátækin sem hann hefur framið og hefur Týtuberja-Mæja verið iðin við að dreifa fregnum af fjölskyldunni í Kattholti til nærliggjandi bæja. Skrautleg saga sem gleður hjörtu allra. Þýðingu verskins gerði Vilborg Dagbjartsdóttir og leikstjóri er Sigurður Blöndal en hann leikstýrði meðal annars Kardimommubænum (2002) og Dýrunum í Hálsaskógi (2001) við góðan orðstír.

Ákveðið hefur verið að halda teiknimyndasamkeppni fyrir leikskóla- og grunnskólabörn í Hveragerði og mun sigurvegari keppninnar fá vegleg verðlaun ásamt því að mynd þess aðila verður forsíðumyndin á leikskránni.

Verður verkið auglýst nánar síðar svo þið skuluð fylgjast vel með bæði hér á leiklist.is og á facebook-síðu okkar. Stefnt er að því að frumsýna 27. febrúar nk.

{mos_fb_discuss:2}