Emil Gunnar Guðmundsson

Emil Gunnar Guðmundsson

 

 

 

 

 

Netfang: egg@simnet.is

 

Gsm 895 6609

 

Emil er fæddur árið 1954 og byrjað nám við SÁL skólann (samtjök áhugamanna um leiklistarnám).  Emil lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1978. Emil hefur allar götur síðan starfað sem leikari og leikstjóri við hin ýmsu leikhús og leikhópa, m.a. Leikfélag Reykjavíkur þar sem hann lék Þórberg í Ofvitanum, Þjóðleikhúsið, þar sem hann lék Óla í Syni Skógarans dóttur bakarans og Leikfélag Akureyrar þar sem hann lék ýmis hlutverk í Fátæku fókli. Jafnframt hefur hann leikið með ýmsum frjálsum leikhópum og má þar helst nefna Leikhús Frú Emilíu, Svart og Sykurlaust, Kjallaraleikhúsið, Alþýðuleikhúsið og fleiri. En hlutverk hans eru um 20 talsins, auk hlutverka í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi.

Fyrsta leikstjórnarverkefni Emils með áhugaleikfélagi var árið 1987 hjá Fjölbrautarskóla Akraness. Síðan þá hefur Emil sett á svið yfir 20 leiksýningar með áhugahópum. Hann hefur einnig unnið töluvert með grunnskólum, mennta- og fjölbrautarskólum sem leiklistarkennari.

Emil var leikari og stýrði Litla leikhúsinu sem setti á svið 4 barnasýningar og ferðaðist með þær vítt og breytt um landið.

Emil hefur gefið út tvær kasettur með lestri fyrir börn og samið fyrir útvarp leiklestrarverk fyrir börn.

Emil hefur tekið þátt í leiklistarnámskeiðum vítt og breitt um heiminn og má þar nefna. Workshop hjá Marta Vestin í Gavle, Svíþjóð.  Workshop með Yoshi Oida. París, Frakklandi.  Workshop hannað fyrir upprennandi leikhúsfólk í Berlín Þýskalandi.

Emil hefur einnig verið með innsetningu í Nýlistasafninu.

Emil þekkir leikhúsheiminn vel, hvort sem það er sem leikari, tækni, hljóð, ljós, sviðsmynd, búninga, leikstjórn og alla umgjörð sem að uppsetningu leikverka kemur.

Svæði: Emil er tilbúinn til að fara hvert á land sem er.

 

0 Slökkt á athugasemdum við Emil Gunnar Guðmundsson 643 01 október, 2014 Leikstjóralisti - Gamall október 1, 2014

Áskrift að Vikupósti

Karfa