Einleikurinn Elska, eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur, var sýndur við góðar viðtökur í sveitarfélögum Þingeyjarsýslna fyrir jólin 2013. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að sýna tvær sýningar á Cafe Rosenberg í Reykjavík núna í janúar. Einleikurinn er unnin upp úr ástarsögum Þingeyinga. Í verkinu eru sannar ástarsögur okkar tíma dregnar fram í dagsljósið. Sýningar  verða 20. og 27. janúar kl. 21.00.

Eru einkenni sannrar ástar þau sömu í dag og þau voru um miðbik síðustu aldar? Hafa þau breyst? Eða hefur skilgreining okkar á sannri ást breyst í gegnum tíðina? Hvað hefur breyst? Verkið byggir á viðtölum við pör og einstaklinga, á aldrinum 24-78 sem tekin voru upp síðla sumars og haustið 2013. Jenný Lára hefur unnið handritið upp úr þeim upptökum. Leikurinn er einnig í höndum Jennýjar Láru, en í persónusköpun styðst hún einnig við upptökurnar.

Verkefnið er unnið með styrk frá Aftur heim.

Miðapantanir á hrafnstjarna@gmail.com / s: 8476921