… söng Megas um árið. Það er hinsvegar ekkert settlegt við Hamlet-uppfærslu Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, sem nýlega var aflýst eftir að þrír leikarar sögðu sig frá verkinu. Ástæðan var sú ákvörðun leikstjórans Stefan Bachmann (sjá mynd) að skipa konu með Downs-heilkenni í hlutverk Ófelíu.  Þótti leikurunum þremur sem andlegri heilsu konunnar stafaði hætta af vinnubrögðum leikstjórans og vildu ekki vera aðilar að því. Eða svo segja þau, en Danmörk logar af deilum, og heilindi allra hlutaðeigandi eru dregin í efa. Svo sannarlega snúið mál sem snertir réttindi þroskaheftra, listrænt frelsi leikstjóra (og leikara), stjórnkænsku leikhússtjórans, muninn á dönsku og þýðversku leikhúsi (leikstjórinn er svissneskur) og gildi tilrauna í leiklist og hvar siðferðis- og velsæmismörk þeirra tilrauna liggja.

Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg er Lars Von Trier, sem ekki er vanur að blanda sér í menningarumræðuna. Hann talar enga tæpitungu heldur vill láta reka leikarana sem gengu út. Sjálfur hefur hann náttúrulega notað Downs-fólk eftirminnilega í sjónvarpsseríunni Riget (Lansanum). En hefur líka á sér orð fyrir að víla ekki fyrir sér að ganga tilfinningalega í skrokk á leikurum sínum.

Nokkrar slóðir með efni um þessa áhugaverðu deilu:

Ein yfirlitsgrein

Um leikstjórann

Viðtal við leikstjórann

Ein vel skrifuð álitsgrein