Hin rótgróna einleikjahátíð Act alone verður haldin helgina 9.–12. ágúst á Suðureyri. Fisherman á Suðureyri og Act alone hafa gert með sér fimm ára samning um að byggja hátíðina upp svo hún festi sig enn frekar í sessi sem einn af hornsteinum í menningarflóru Vestfirðinga. Þessu tengt verður stofnað til vináttusambands við leikhópinn Vesturport um frekari þróun á hátíðinni.

Enn er unnið að dagskrá fyrir komandi hátíð en hún verður endanlega kynnt 1. júlí. Sem dæmi úr dagskrá má nefna danssýninguna Superhero sem státar af Grímuverðlaunum og svo verður einleikin tónlist alla helgina og þar má nefna Svavar Knút og Valgeir Guðjónsson. „Við ætlum að koma gestum skemmtilega á óvart næstu árin í samvinnu við nýja bakhjarlinn okkar Fisherman“ segir Elfar Logi forsprakki Act alone.

{mos_fb_discuss:3}