Einþáttungahátíð í Mosfellsbæ 29. apríl

Einþáttungahátíð í Mosfellsbæ 29. apríl

Í tengslum við aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga  dagana 29. apríl til 1. maí verður haldin einþáttungahátíð í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Hefst hún kl. 14. föstudaginn 29. apríl og stendur fram á kvöld eftir því þátttaka leyfir. Öll aðildarfélög Bandalagsins eru eindregið hvött til að taka þátt í hátíðinni.

 

Þátttökuskilyrði eru eftirfarandi:
– Hámarkslengd leikþátta er 30 mínútur.
– Umgjörð sýninga skal vera eins einföld og framast er unnt.
– Ef heildarlengd sýninga fer yfir tímamörk hátíðarinnar verða þau félög sem senda flesta þætti beðin um að fækka þeim.
– Frestur til að tilkynna þátttöku leikþátta á hátíðinni rennur úr 15. apríl.

Umsóknareyðublöð verða send út með aðalfundarboði í lok mars.

{mos_fb_discuss:3}

0 Slökkt á athugasemdum við Einþáttungahátíð í Mosfellsbæ 29. apríl 309 28 febrúar, 2011 Námskeið & hátíðir febrúar 28, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa