Föstudaginn 29. apríl heldur Bandalag íslenskra leikfélaga einþáttungahátíð í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ, í tengslum við aðalfund Bandalagsins sem haldinn verður um helgina. Sex leikfélög sýna þar alls 10 einþáttunga sem vel flestir eru íslenskir. Að sýningum loknum munu gagnrýnendur fjalla um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá einþáttungahátíðarinnar er eftirfarandi:

Kl. 16.00
Mæting í Bæjarleikhúsinu og hópferð að Gljúfrasteini.

kl. 18.00
Leikfélag Hafnarfjarðar
Lifðu drauminn
eftir Gísla Björn Heimisson
Leikstjóri: Halldór Magnússon

Hugleikur
Rotið
eftir Árna Friðriksson
Leikstjóri: Hörður S. Dan.

Leikfélagið Sýnir
Afsakið, er þessi stóll upptekinn
eftir Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur
Leikstjóri: Ármann Guðmundsson

Leikfélag Selfoss
Til heilla heimskra kvenna
eftir Margaret Atwood
Þýðandi og leikstjóri: Guðfinna Gunnarsdóttir

Leikfélag Hafnarfjarðar
Tortímandinn
eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson
Leikstjóri: Gísli Björn Heimisson

Kl. 19.00
MATARHLÉ

Kl. 20.00
Halaleikhópurinn
Snyrting
eftir Nínu Björk Jónsdóttur
Leikstjóri: Gunnar Gunnarson, Gunnsó

Leikfélag Selfoss
Hefndin er sæt
eftir Nínu Björk Jónsdóttur
Leikstjóri: Maríanna Ósk Hölludóttir

Leikfélag Hafnarfjarðar
Fundurinn
eftir Halldór Magnússon
Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson

Hugleikur
Ljóð fyrir 9 kjóla
eftir William Shakespeare og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur
Þýðendur: Helgi Hálfdanarson, Matthías Jochumsson og Sverrir Hólmarsson
Leikstjóri: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

Leikfélag Selfoss
Love me tender
eftir Hrefnu Friðriksdóttur
Leikstjóri: Guðfinna Gunnarsdóttir

Kl. 21.15
Gagnrýni á sýningarnar

Gagnrýndendur á hátíðinni eru Hrund Ólafsdóttir, Hörður Sigurðarson og Lárus Vilhjálmsson.

Aðgangur er eins og fyrr segir ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Ath. að matur á vegum hátíðarinnar er einungis fyrir þá sem hafa þegar skráð sig í mat.

{mos_fb_discuss:2}