Þann 8. maí verður leikverkið Dauðasyndirnar frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Dauðasyndirnar er trúðaleikur fyrir fullorðna sem byggir frjálslega á Guðdómlegum gleðileik Dantes. 4 trúðar, þau Barbara, Gjóla, Za-ra og Úlfar, segja frá hremmingum Dantes  sem þarf að fara um helvíti, og hreinsunareldinn til til þess að uppskera paradís. Á leiðinni nýtur hann traustrar leiðsagnar Virgils. Í meðförum trúðanna verður efnið að dásamlegri skemmtun með ríku innihaldi sem vekur fólk til umhugsunar um leið og það tárast af gleði. Leikstjóri er Rafael Bianciotto.

Upphaflega átti verkið að bera titillinn Dauðasyndirnar 7, en titillinn var settur í uppnám af sjálfum páfa þegar hann tók upp á því að dobbla dauðsyndirnar og gaf það út að nú væru þær ekki lengur sjö heldur fjórtán. Er þetta ekki svolítið eins og að hækka andlega stýrivexti?
 
Leið Dantes er þyrnum stráð, hann þarf að fara í gegnum hringi vítis sen hýsa þá sem syndguðu í jarðlífinu, og vægi syndanna eykst eftir því sem innar dregur í hringina. Segja má að víti Dantes sé því eins og nokkurs konar öryggisfangelsi. Í fyrsta hring eru þeir sem syndguðu ekki en viðurkenndu þó ekki tilvist guðs; svo sem þeir sem voru svo ólánsamir að fæðast fyrir komu Krists og þeir sem aldrei voru skýrðir. Þar er einnig að finna guðlausa spekinga, til að mynda Aristóteles og fleiri heimspekinga. Leið þeirra liggur svo í gegnum alla þessa hringi og sá níundi geymir svæsnustu syndarana og að sama skapi verður för hans ægilegri og sjálfskoðunin erfiðari eftir því sem innar dregur.
 
Leikarar eru Bergur Þór Ingólfsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Harpa Arnardóttir.
 
Leikstjórn: Rafael Bianciotto
Leikmynd Helga I. Stefánsdóttir/Rafael Bianciotto
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Ljós: Halldór Örn Óskarsson
Hljóðmynd: Ólafur Örn Thoroddsen
Tónlistarstjóri: Kristjana Stefánsdóttir
Sviðshreyfingar: Ariane Anthony
Aðstoðarleikstjórn: Sólveig Guðmundsdóttir

{mos_fb_discuss:2}