ImageEftir ferðalag um allt land í sumar er Félag flóna komið á höfuðborgarsvæðið með grínharmleikinn Dauða og jarðarber. Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman).

Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður sem búið hafa hjá ömmu sinni alla ævi. Bræðurnir komast að því sér til mikillar skelfingar á afmælisdag ömmunnar að hún hefur geyspað golunni.  
Image Eftir ferðalag um allt land í sumar er Félag flóna komið á höfuðborgarsvæðið með grínharmleikinn Dauða og jarðarber. Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman).

Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður sem búið hafa hjá ömmu sinni alla ævi. Bræðurnir komast að því sér til mikillar skelfingar á afmælisdag ömmunnar að hún hefur geyspað golunni.  Hæfileikar bræðranna hafa verið bældir niður af krafti af ömmu gömlu og hún staðið í vegi fyrir því að þeir geti látið drauma sína rætast.  En nú er hún gamla amma dauð og bræðurnir þurfa ekki að búa á bænum lengur.  Spurning um hvað tekur við?  Á að halda búskap áfram að hætti ömmunar eða láta ferðaeðlið taka yfirhöndina og láta drauma sína rætast.  Bræðrunum eru allir vegir færir eða hvað?

Aðeins verða nokkrar sýningar í Möguleikhúsinu við Hlemm og verða þær sem hér segir:
Miðvikudag 7. september
Föstudag 9. september
Laugardag 10. september
Sýningar hefjast kl 21:00

Sýningin er um ein klukkustund.  Miðapantanir eru í síma 695-4358 g miðaverð er 1000 kr.

Leikendur eru tveir í sýningunni og fara þeir með öll hlutverk en það eru þeir Gunnar Björn Guðmundsson og Snorri Engilbertsson.