Efnahagurinn er í rusli, hagkerfið sprungið, hundruðir hungraðir. Einhversstaðar, einhvernveginn hefur forsætisráðherra verið myrtur. Kreppan stendur sem hæst þegar tveir mótmælendur myrða óvart forsætisráðherrann. Hvert á að láta líkið? Kann einhver að þrífa? Er Grettir sterki nógu sterkur? Er hægt að redda málunum áður en Sigurlaug kemur? Og síðast en ekki síst, er þetta kannski bara allt í lagi?
 
Dauði í kreppunni er leikverk sem samið var í janúar síðastliðnum. Þetta er hárbeitt ádeila, full af svörtum húmor og föstum skotum. Pólítík eins og þú hefur aldrei séð hana áður!
 
Aðeins verða þrjár sýningar á verkinu.
 
27. apríl kl. 20:00: Frumsýning
28. apríl kl. 20:00: 2. sýning
29. apríl kl. 20:00: Lokasýning
 
Miðaverð er 500 krónur og ekki er hægt að greiða með korti. Reiðufé er því nauðsynlegt. Sýningin er u.þ.b. klukkutími að lengd. Miðapantanir eru á e-mailinn GudniLindal@gmail.com eða í síma 697-8872. Gert er kröfu um nafn viðkomandi, miðafjölda og símanúmer.
 
Sýningin fer fram í Jaðarleikhúsinu, Miðvangi 41, bak við Samkaup, Hafnarfirði. Höfundur og leikstjóri er Guðni Líndal Benediktsson, og leikendur eru Sigurður Sveinn Þorkelson, Viktor Aron Bragason og Geir Konráð Theodórsson.

{mos_fb_discuss:2}