Föstudaginn 30. janúar verður haldin opin sýning á verkinu sem Oupa Sibeko hefur þróað og æft upp í Frystiklefanum. Verkið ber heitið Martröð. Sýningin hefst klukkan 20.00 og tekur um 20 mínútur í flutningi. Ókeypis aðgangur.

Síðastliðnar vikur hefur Suður afríski listdansarinn Oupa Sibeko haft aðsetur í Frystiklefanum í Rifi. Oupa er 22 ára gamall og útskrifaður með fyrstu einkunn frá hinum virta WITS listaháskóla í Jóhannesarborg.  Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð miklum frama í heimalandi sínu og meðal annars unnið til nokkurra verðlauna fyrir framsæknar og kraftmiklar danssýningar. Bakgrunnur Oupa er í hefðbundnum afrískum dansi en hann sækir einnig innblástur til margra annara dansstíla og segir sýningar sínar snúast um að segja sögur þar sem orðin ein nægja ekki og þar kemur dans og líkamleg tjáning hans inn í frásagnarformið.