ImageLeikhópnum Dan Kai Teatro hefur verið boðið að taka þátt í menningarnótt 21. ágúst næstkomandi í annað sinn en þau sýndu verkið Beauty hér á landi á seinasta ári. Af því tilefni hafa þau ákveðið að sýna einnig í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar við lækinn, dagana á undan.
Um er að ræða tvo stutt þætti, Fear, eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Leikritið er skrifað í ljóðrænum stíl undir áhrifum íslenskra og spænskra þjóðsagna. Seinna verkið heitir Nana del Caballo (Vögguvísa hestsins) og er spuna verk sem er byggt á leikritinu El Puplico (áhorfendurnir) eftir Federico García Lorca. Leikritið skoðar hugmyndir um kynhlutverk og kynhneigð. Verkin verða flutt á ensku. Leikhópinn skipa ungtfólk frá Spáni, Íslandi og Englandi.

Sýningar verða:
Fimmtudaginn 18. ágúst (forsýning)
Föstudaginn 19. ágúst
Sunnudaginn 21.ágúst.
Allar sýningar hefjast kl: 20:00. Miðaverð er 1000 kr. og hægt að panta miða í síma 846-1351. Áhorfendum verður boðið upp á kaffi og meðlæti í hléi.