ImageLeikfélag Umf. Dagrenningar í Borgarfirði er um þessar mundir að setja upp verkið Sveyk í seinni heimstyrjöld eftir Bertold Brecht. Leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson og er ætlunin að frumsýna þann 31. mars nk. Sýnt verður í félagsheimilinu Brautartungu.

19 leikarar taka þátt í sýningunni en 25 manns koma að sýningunni í heild. Í helstu hlutverkum eru Jón Gíslason sem Sveyk sjálfur, Sigurður Halldórsson sem fer með hlutverk Balóns vinar Sveyks, Ágústa Þorvaldsdóttir sem leikur Frú Kopetska, kráareiganda, Sigurður Oddur Ragnarsson sem leikur Brettsneider SS foringa og Árni Ingvarsson sem túlkar Bullinger Gestapóforinga.